Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2019 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: 3 íslenskir kylfingar hefja leik í dag

Íslenskir kylfingar í bandaríska háskólagolfinu eru fjölmargir og nokkrir þeirra hefja leik í dag í mótum víðsvegar um Bandaríkin.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) taka þátt í Colonel Classic sem fram fer í Arlington í Richmond, Kentucky. Fylgjast má með gengi Ragnhildar og félaga með því að SMELLA HÉR: 

Vikar Jónasson, GK, hefur leik í FAU Spring Break Classic, sem fram fer í Osprey Point golfklúbbnum í Boca Raton, Flórída. Vikar keppir sem einstaklingur að þessu sinni. Fylgjast má með gengi Vikars með því að SMELLA HÉR: 

Arnar Geir Hjartarson, GSS og félagar í Missouri Valley hefja leik í Purgatory Intercollegiate, sem fram fer í Purgatory golfklúbbnum í Noblesville, Indíana. Úrslit munu birtast hér á Golf 1 um leið og þau liggja fyrir.