Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2019 | 09:00

Garrigus vikið af PGA Tour í 3 mánuði e. fall á lyfjaprófi

Robert Garrigus var vikið af PGA Tour í 3 mánuði sl. föstudag vegna þess að hann féll á lyfjaprófi.

Garrigus sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem hann staðfesti að efnið sem fundist hefði í sér í prófinu hefði verið marijuana.

Fyrst, vil ég biðja fjölskyldu mína, styrktaraðila og félaga mína á PGA Tour afsökunar fyrir brot mitt,“ skrifaði Garirgus. „Í annan stað vil ég biðja áhangendur mína afsökunar, en margir þeirra hafa stutt mig allan feril minn, allt í gegnum baráttu mína við fíknina til draumsins um að spila á PGA Tour. Ég biðst einlæglega afsökunar og vona að ég geti bætt öllum upp það sem gerðist með betri hegðun í framtíðinni.“

Garrigus, sem er 41 árs, er sem stendur nr. 450 á heimslistanum. Hann náði tvisvar sinnum niðurskurði af 7 mótum sem hann spilaði í; þ.e. á Sanderson Farms Championship og the Genesis Open.

Eftir að hafa haldið mig fjarri fíkniefnum féll ég og féll síðan líka á fíkniefnaprófinu og greindist jákvæður fyrir marijuana,“ sagði einnig í fréttatilkynningunni.  „Þetta er efni, sem er löglegt í mörgum ríkjum, en ekki leyfilegt skv. reglum PGA Tour,“ skrifað Garrigus einnig. „Ég segi að það sé löglegt í mörgum ríkjum ekki sem afsökun heldur viðvörun til fólks sem notar eða prófar marijuana. Löglegt þýðir ekki að það valdi ekki fíkn og löglegt þýðir heldur ekki að ekki séu alvarlegar afleiðingar af notkun þess.“

Það skiptir ekki máli ef þú ert einn dag eða níu ár, clean; ein mistök og skerðing í dómbærni getur haft áhrif á líf manns og ótrúlegan hátt,“ ritaði Garrigus líka. „Ég vona að þessi nýi kafli í lífi mínu sýni fólki að slaka aldrei á í baráttu við fíknir sínar.“

Garrigus fær aftur að spila á PGA Tour í lok júní.