Særós Eva Óskarsdóttir, GKG
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2019 | 18:05

Bandaríska háskólagolfið: Særós Eva á félagar luku keppni í 3. sæti á Pinehurst Intercollegiate

Særós Eva Óskarsdóttir, GKG og félagar í Boston University tóku þátt í Pinehurst Intercollegiate, sem fram fór dagana 13.-15. mars sl.

Mótið var spilað á hinum fræga Pinehurst nr. 8 velli og voru þátttakendur 41 frá 6 háskólum.

Særós Eva varð T-34 í einstaklingskeppninni á samtals 58 yfir pari, 274 höggum (94 91 89) og spilaði sífellt betur eftir því sem leið á mótið!

Lið Særósar Evu, Boston University varð í 3. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Pinehurst Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: