Tumi Hrafn spielt mit WCU
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2019 | 05:55

Bandaríska háskólagolfið: Tumi lauk keppni á 3. besta skori WCU á GCU Inv.

Tumi Hrafn Kúld, GA, og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Western Carolina University (WCU) tóku þátt í GCU Invitational, sem fram fór í Phoenix Arizona, 15.-16. mars sl.

Þátttakendur voru 112 frá 18 háskólum.

Tumi lauk keppni á 3. besta skori liðs síns, sem að þessu sinni varð T-17.

Tumi lék á samtals 13 yfir pari, 226 höggum (73 74 79).

Sjá má lokastöðuna í GCU Invitational með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Tuma og félaga er 1. apríl n.k. í S-Karólínu.