Ólafía Þórunn á 13. holu ANA Inspiration risamótsins 2018. Mynd: Mbl.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2019 | 23:59

Symetra: Ólafía Þórunn á parinu e. 1. dag SKYiGOLF mótsins

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR, hóf keppni í 2. deildinni í kvennagolfinu í Bandaríkjunum í dag, þ.e. Symetra mótaröðinni, sem líkt og LET Access í Evrópu er stökkbretti inn í 1. deildina, LET í Evrópu en LPGA í Bandaríkjunum, bestu kvenmótaraðir heims.

Þannig hljóta 10 efstu á stigalista Symetra fullan spilarétt á LPGA í lok keppnistímabilsins.

Mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í er SKYiGOLF mótið fer fram í North Port, Flórída og stendur 7.-10. mars 2019.

Ólafía Þórunn lék 1. hring á sléttu pari, 72 höggum og er T-32 eftir 1. dag.

Efsta sætinu deila 3 bandarískir kylfingar sem allir lék á 5 undir pari, 67 höggum: Jessy Tang, Jillian Hollis og Lauren Kim.

Til þess að sjá stöðuna á SKYiGOLF mótinu SMELLIÐ HÉR: