Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2019 | 07:00

LET: Valdís Þóra í 1. sæti e. 1. dag á NSW Open

Valdís Þóra Jónsdóttir lék stórkostlegt golf á fyrsta keppnisdeginum á Women’s NSW Open sem fram fer á Queanbeyan Golf Club rétt við höfuðborgina Canberra.

Mótið er sameiginlegt verkefni hjá LET Evrópumótaröðinni og ALPG / áströlsku LPGA mótaröðinni. LET Evrópumótaröðin er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Valdís Þóra lék fyrsta hringinn á -8 eða 63 höggum og er hún með þriggja högga forskot í fyrsta sæti mótsins. Skagakonan hóf leik á 9. teig og hún byrjaði með látum, fékk fugl á 9., 10., 12., og 13. Hún tapaði aðeins einu höggi á hringnum með skolla (+1) á 18.

Á síðari 9 holunum hrökk Valdís Þóra heldur betur í gang, með tveimur fuglum í röð á 1., og 2., og hún fékk síðan örn (-2) á 3. holunni. Hún fékk síðan fugl (-1) á 7. braut.

Valdís Þóra hófr leik fimmtudaginn 7. mars kl. 02.10 að íslenskum tíma eða aðfaranótt 7. mars. Það var kl. 13:10 að staðartíma í Canberra.

Á öðrum keppnisdegi hefur Valdís Þóra leik kl. 21.30 að íslenskum tíma fimmtudagskvöldið 7. mars en þá er kl. 8.30 að morgni föstudagsins 8. mars að staðartíma í Canberra.

Eins og nafnið gefur til kynna er sterk tenging við Nýja-Sjálandi í titli mótsins en atvinnumótaröð Nýja-Sjálands kemur einnig að þessu móti.

Þetta er fjórða mótið hjá Valdísi Þóru á þessu tímabili.

Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: