LET: Valdís Þóra í 1. sæti e. 1. dag á NSW Open
Valdís Þóra Jónsdóttir lék stórkostlegt golf á fyrsta keppnisdeginum á Women’s NSW Open sem fram fer á Queanbeyan Golf Club rétt við höfuðborgina Canberra.
Mótið er sameiginlegt verkefni hjá LET Evrópumótaröðinni og ALPG / áströlsku LPGA mótaröðinni. LET Evrópumótaröðin er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.
Valdís Þóra lék fyrsta hringinn á -8 eða 63 höggum og er hún með þriggja högga forskot í fyrsta sæti mótsins. Skagakonan hóf leik á 9. teig og hún byrjaði með látum, fékk fugl á 9., 10., 12., og 13. Hún tapaði aðeins einu höggi á hringnum með skolla (+1) á 18.
Á síðari 9 holunum hrökk Valdís Þóra heldur betur í gang, með tveimur fuglum í röð á 1., og 2., og hún fékk síðan örn (-2) á 3. holunni. Hún fékk síðan fugl (-1) á 7. braut.
Valdís Þóra hófr leik fimmtudaginn 7. mars kl. 02.10 að íslenskum tíma eða aðfaranótt 7. mars. Það var kl. 13:10 að staðartíma í Canberra.
Á öðrum keppnisdegi hefur Valdís Þóra leik kl. 21.30 að íslenskum tíma fimmtudagskvöldið 7. mars en þá er kl. 8.30 að morgni föstudagsins 8. mars að staðartíma í Canberra.
Eins og nafnið gefur til kynna er sterk tenging við Nýja-Sjálandi í titli mótsins en atvinnumótaröð Nýja-Sjálands kemur einnig að þessu móti.
Þetta er fjórða mótið hjá Valdísi Þóru á þessu tímabili.
Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
