Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2019 | 13:00

Nordic Golf League: Haraldur Franklín varð í 5. sæti og Guðmundur Ágúst T-13 á Lumine

Fimm íslenskir kylfingar tóku þátt í seinni hluta vetrarmótaraðarinnar á Nordic Tour atvinnumótaröðinni á Spáni. Mótaröðin er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Mótið fór fram á sama stað og í síðustu viku eða á Lumine golfsvæðinu á Spáni.

Mótið, SGT Winter Series Lumine Lakes Open stóð 1.-3. mars 2019 og lauk nú í morgun.

Íslensku kylfingarnir sem tóku þátt voru Haraldur Franklín Magnús, GR; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, Aron Bergsson, St. Jörgen Golf Club í Danmörku; Andri Þór Björnsson, GR og Axel Bóasson GK.

Aðeins tveir fyrstnefndu komust í gegnum niðurskurð.

Haraldur Franklín Magnús lék á samtals 8 undir pari, 206 höggum (72 68 66). Haraldur átti sérlega glæsilegan lokahring sem kom honum í 5. sæti mótsins. Stórglæsilegt!!!

 

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék á 5 undir pari, 209 höggum (71 67 71) og lauk keppni T-13, sem var einnig fínn árangur!!!

Til þess að sjá lokastöðuna á SGT Winter Series Lumine Lakes Open SMELLIÐ HÉR: