Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2019 | 08:00

LPGA: Ariya efst f. lokahring á HSBC mótinu

Mót vikunnar á LPGA er HSBC Women´s World Championship, sem fram fer í Singapore.

Fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun er Ariya Jutanugarn, frá Thaílandi efst.

Hún er búin að spila á samtals 11 undir pari ( 68 71 66).

Á hæla Ariyju er hin ástralska Minjee Lee, aðeins 1 höggi á eftir. Það stefnir því í einvígi milli Ariyu og Minjee.

Til þess að sjá stöðuna á hSBC Women´s World Championship að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: