Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2019 | 19:00

LET: Valdís Þóra í 68. sæti e. 1. dag Canberra Classic

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni tekur þátt í móti vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET), sem fram fer dagana 1.-3. mars 2019 í Canberra í Ástralíu.

Mótið ber heitið ActewAGL Canberra Classic og fer fram í Royal Canberra golfklúbbnum.

Það er sameiginlegt verkefni sterkustu mótaraðar Evrópu (LET) og atvinnumótaraðarinnar í Ástralíu (ALPG).

Valdís Þóra lék 1. hringinn í mótinu á 2 yfir pari, 73 höggum og er 68. sæti eftir 1. dag. Á hringnum fékk Valdís Þóra 3 fugla, 3 skolla og einn skramba.

Sjá má stöðuna í Canberra Classic með því að SMELLA HÉR: