Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2019 | 23:00

PGA: Vegas efstur e. 1. hring Honda Classic

Það er kylfingurinn Jhonattan Vegas frá Venezuela sem er efstur eftir 1. dag The Honda Classic, sem er mót vikunnar á PGA Tour.

Mótið stendur dagana 28. febrúar – 3. mars 2019 og fer fram í Palm Beach Gardens, Flórída.

Vegas kom í hús á 6 undir pari, 64 höggum; skilaði flottu skorkorti með 6 fuglum og 12 pörum!

Í 2. sæti eru Zach Johnson, Ernie Els, Lucas Glover og kanadíski nýliðinn Ben Silverman, sem Golf 1 hefir nýverið kynnt.

Sjá má kynningu Golf 1 á Silverman með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á The Honda Classic SMELLIÐ HÉR: