Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2019 | 12:00

Bandríska háskólagolfið: Tumi og félagar luku keppni í 19. sæti í Kaliforníu

Tumi Kúld, GA og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Western Carolina University (WCU) luku keppni í gær í Desert Intercollegiate mótinu.

Mótið fór fram á velli Classic Club, í Palm Desert, Kaliforníu, dagana 22.-24. febrúar 2019.

Tumi átti ekki sitt besta mót en hann lauk keppni T-111 í einstaklingskeppninni.

WCU lauk keppni í 18 sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Desert Intercollegiate mótinu með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Tuma og WCU er í Nevada 8. mars n.k.