Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2019 | 19:00

Nordic Golf League: Aron Bergsson og Haraldur Franklín bestir (T-5) af Íslendingunum á Lumine e. 1. dag

Fimm íslenskir kylfingar eru við keppni á SGT Winter Series Lumine Hills Open, sem er mót vikunnar á Nordic Golf League.

Þetta eru þeir:  Aron Bergsson, Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús

Mótið fer fram í Lumine golfklúbbnum á Spáni, sem mörgum Íslendingnum er að góðu kunnur og spilað er á tveimur völlum Hills (par-72) og Lakes (par-71). Mótið  stendur 24. febrúar – 3. mars 2019 og þátttakendur eru 147.

Eftir 1. dag hafa Aron Bergsson og Haraldur Franklín Magnús staðið sig best, deila 5. sætinu.

Annars hafa íslensku kylfingarnir spilað með eftirfarandi hætti:

T-5 Haraldur Franklín Magnús, 3 undir pari, 68 högg (Lakes)

T-5 Aron Bergsson, 3 undir pari, 69 högg (Hills)

T-35 Guðmundur Ágúst, par, 72 högg (Hills)

T-84 Andri Þór Björnsson, 3 yfir pari, 71 högg (Lakes)

T-109 Axel Bóasson, 6 yfir pari, 78 högg (Hills).

Til þess að sjá stöðuna á SGT Winter Series Lumine Hills Open SMELLIÐ HÉR: