Tumi Hrafn Kúld, GA. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2019 | 17:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi Kúld við keppni í Kaliforníu

Tumi Kúld, GA og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Western Carolina University (WCU) eru við keppni í Desert Intercollegiate mótinu.

Mótið fer fram á velli Classic Club, í Palm Desert, Kaliforníu, dagana 22.-24. febrúar 2019.

Tumi átti ekki sinn besta hring 1. dag, kom í hús á 82 höggum, en er þó á 3. besta skori WCU.

WCU er í 18 sæti í liðakeppninni.

Fylgjast má með gengi Tuma og félaga með því að SMELLA HÉR: