Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2019 | 12:00

Hvers virði er Tiger?

Golf er leikur þolinmæði og einbeitingar. Og eins stöðugleika. Allir eru að reyna að ná stöðugleika í leik sínum, sem er afar erfitt því allir jafnt áhugamenn sem atvinnumenn eiga góða og slæma daga – Það er enginn góður eða slæmur alltaf … kannski sem betur fer.

Það er hins vegar kylfingur, sem er golfgoðsögn í lifanda lífi því hann náði einum mesta stöðugleika allra kylfinga og bar/ber höfuð og herðar yfir samtímakylfinga sína … Tiger Woods.

Á löngum ferli sínum hefir hann verið býsna stöðugur og þ.a.l. oftar en ekki í vinningssæti móta.

Hvert er nettó virði Tigers eftir skatta, mætti spyrja fremur ósmekklega, en með því er átt við hversu mikið fé Tiger hefir viðað að sér á löngum og farsælum golfferli,  eftir að allir skattar og gjöld hafa verið dregin frá?

Forbes lætur þær upplýsingar í té, en skv. þeim er:

1 „Nettó andvirði“ (ens.: „Net Worth) Tiger 2018: $ 823.3 miljónir.

2 Verðlaunafé fyrir sigur í 1 móti: $ 1.3 milljónir.

3 Auglýsingatekjur Tiger: Dæmi um auglýsingasamning Tiger við Nike: $ 42 milljónir (einn hæsti auglýsingasamningur sem vitað er um).

Tiger hefir sigrað á PGA Tour 80 sinnum; á Evróputúrnum 40 sinnum, Japanska túrnum 2 sinnum og 18 sinnum í öðrum atvinnumannamótum.

Einhver stærstu fyrirtæki heims styrkja og fá Tiger til að auglýsa vörur sínar en það eru m.a.: Upper Deck, TaylorMade, Monster Energy, Bridgestone, Hero Motocorp, Nike, og Rolex.

Tiger er í 16. sæti yfir hæst launuðu íþróttamenn heims og í 66. sæti yfir hæst launaða þekkta fólkið (ens. celebrities).