Saga Traustadóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2019 | 03:00

Bandaríska háskólagolfið: Saga og félagar luku keppni í 14. sæti í Las Vegas

Saga Traustadóttir og félagar í skólaliði Colorado State University (CSU) tóku þátt í The Rebel Beach mótinu, sem fram fór dagana 18.-19. febrúar sl. í Spanish Trail CC í Las Vegas, Nevada.

Þátttakendur voru 86 frá 16 háskólum.

Saga lék á samtals 19 yfir pari, 235 höggum (76 79 80) og lauk keppni T-56 í einstaklingskeppninni. Hún var á 3. besta skorinu í liði CSU.

CSU lauk keppni í 14. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á The Rebel Beach SMELLIÐ HÉR:

Næsta mót Sögu og CSU er 25. febrúar n.k.