Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2019 | 17:30

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst T-15 e. 2. dag og eini Íslendingurinn sem fór g. niðurskurð!!!

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í móti á Nordic Golf League þ.e. PGA Catalunya Resort Championship, sem fram fer í Barcelona á Spáni, dagana 17.-19. febrúar 2018.

Þetta voru þeir Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK; og Haraldur Franklín Magnús, GR en aðeins einn fjórmenning- anna, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, komst í gegnum niðurskurðinn í dag.

Þátttakendur í mótinu eru 122.

Guðmundur Ágúst er samtals búinn að spila á 141 höggi (68 73) og er T-15 í mótinu

Aðeins munaði einu sárgrætilegu höggi að Axel Bóasson, GK kæmist í gegnum niðurskurð en hann átti stórglæsilegan 2. hring upp á 67 högg.

Sjá má stöðuna á PGA Catalunya Resort Championship með því að SMELLA HÉR: 

Spilað er á tveimur völlum Stadium og Tour völlunum og spilaði Guðmundur Ágúst Tour völlinn í dag en Axel Stadium völlinn.