Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2019 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Vikar og félagar luku keppni í 15. sæti í Flórída

Vikar Jónasson, GK og félagar í Southern Illinois háskólanum tóku þátt í Florida Gator Invitational, móti sem fram fór á Mark Bostick golfvellinum í Gainesville, Flórída, dagana 16.-17. febrúar 2019.

Mótinu lauk í gær.

Vikar og félagar höfnuðu í 15. sæti í mótinu í liðakeppninni.

Vikar varð í 81. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 22 yfir pari, 232 höggum (80 75 77).

Til þess að sjá lokastöðuna á Florida Gator Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Vikars og félaga er 22. febrúar n.k. í Kaliforníu.