Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2019 | 18:15

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst T-14 e. 1. dag PGA Catalunya Resort Championship

Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt í móti á Nordic Golf League þ.e. PGA Catalunya Resort Championship, sem fram fer í Barcelona á Spáni, dagana 17.-19. febrúar 2018.

Þetta eru þeir Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK; Haraldur Franklín Magnús, GR og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR.

Þátttakendur í mótinu eru 122.

Eftir 1. daginn er Guðmundur Ágúst búinn að standa sig best íslensku þátttakendanna fjögurra; hann er jafn 3 öðrum kylfingum, sem allir spiluðu 1. hring á 2 undir pari, 68 höggum.

Hinir íslensku kylfingarnir eru allir undir spáðri niðurskurðarlínu, sem miðast sem stendur við 1 yfir pari eða betra.

Andri Þór Björnsson er T-40 á 3 yfir pari, 73 höggum.

Haraldur Franklín Magnús er T-75 á 4 yfir pari 74 höggum.

Axel Bóasson er T-98 á 6 yfir pari.

Spilað er á tveimur völlum Stadium og Tour völlunum og spilaði Axel einn Íslendinganna Tour völlinn; en hinir þrír Stadium völlinn.