Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2019 | 14:45

Evróputúrinn: 4 efstir í Ástralíu í hálfleik

Það er Ryder Cup kylfingurinn belgíski Thomas Pieters, sem er efstur á móti vikunnar á Evróputúrnum; ISPS Handa World Super 6 Perth, ásamt heimamönnunum Ryan Fox og Matthew Griffin og Panuphol Pittayarat. 

Þeir eru allir búnir að spila á samtals 8 undir pari, 136 höggum; Pieters (70 66); Fox (68 68); Griffin (69 67) og Thaílendingnum Pittayarat (70 66).

Fimmta sætinu deila 3 kylfingar 1 höggi á eftir á samtals  undir pari, 137 höggum; Englendingurinn Richard McEvoy, heimamaðurinn Matt Jager og Skotinn Robert MacIntyre.

Sjá má hápunkta 2. dags á ISPS Handa World Super 6 Perth með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má stöðuna á ISPS Handa World Super 6 Perth með því að SMELLA HÉR: