Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2019 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar og Ragin Cajuns luku keppni T-7 í Mobile

Miklar rigningar í Mobile svæðinu sl. þriðjudag urðu til þess að lokahringur mótsins í  Mobile Sports Authority Intercollegiate mótinu á Magnolia Grove Crossings golfvellinum í Mobile, Alabama var felldur niður og úrslit fyrstu 2 hringja mótsins látnar standa.

Björn Óskar Guðjónsson, GM og lið hans í bandaríska háskólagolfinu luku því keppni T-7 og má kenna nokkurrar óánægju þjálfara liðsins með þá niðurstöðu á heimasíðu Ragin´Cajuns, en þar sagði Theo Sliman, þjálfari m.a. að lið hans hefði ætlað að bæta fyrir meðalmennsku frammistöðu á lokahringnum. Sjá með því að SMELLA HÉR:

Þátttakendur voru 80 frá 15 háskólum

Björn Óskar spilaða báða hringina fyrri keppnisdaginn á 3 yfir pari, 75 höggum og lauk því keppni samtals á 6 yfir pari 150 höggum (75 75) og varð T-60 í einstaklingskepppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á Mobile Sports Authority Intercollegiate mótinu  SMELLIÐ HÉR: