Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2019 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún lauk keppni T-13 á Battle of Boulder Creek

Sigurlaug Rún Jónsdóttir og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Drake tóku þátt í  Battle of Boulder Creek, en það var mót sem fram fór í Boulder City, Nevada, 11.-12. febrúar 2019 og lauk því í gær.

Þátttakendur voru 37 frá 6 háskólum.

Sigurlaug lék á samtals 19 yfir pari, 235 höggum (80 80 75).

Lið Sigurlaugar Rún, Drake varð í 3. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna Battle of Boulder Creek SMELLIÐ HÉR: