Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2019 | 17:00

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst í 1. sæti f. lokahring Mediter Masters

Fjórir íslenskir kylfingar keppa nú á Mediter Real Estate Masters mótinu, sem er hluti Nordic Golf League.

Mótið fer fram á Stadium og Tour völlunum á PGA Catalunya í Barcelona á Spáni, dagana 12.-14. febrúar 2019.

Þetta eru þeir Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR.

Fyrir lokahringinn er Guðmundur Ágúst í 1. sæti, búinn að spila á 8 undir pari,134 höggum (64 70). Stórglæsilegur!!!

Haraldur Franklín Magnús er T-22 á 1 undir pari (71 70) og Andri Þór Björnsson á 1 yfir pari (67 76( og T-40; Axel Bóasson komst ekki í gegnum niðurskurð.

Sjá má stöðuna á Mediter Real Estate Masters með því að SMELLA HÉR: