Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2019 | 08:00

GBR: Brautarholtið á topp-100 lista golfscape.com

Golfklúbbur Brautarholts fær frábæra kynningu í umfjöllun um 100 áhugaverðustu / glæsilegustu golfvelli veraldar.

Það er golfvefurinn golfscape.com sem setur listann saman.

Sjá má listann með því að SMELLA HÉR:  

Það eru ýmsir sérfræðingar sem leggja hönd á plóginn að koma þessum lista saman.

Við valið á þessum lista var lögð áhersla á að koma golfvöllum á framfæri sem eru einstakir, eftirminnilegir og bjóða gestum upp á upplifun sem er í hæsta gæðaflokki.