Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2019 | 23:00

PGA: Fowler efstur í hálfleik á WM Phoenix Open

Það er Rickie Fowler, sem er efstur í hálfleik á Waste Management Phoenix Open.

Fowler er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 129 höggum (64 65).

Hann hefir 1 höggs forystu á Justin Thomas, sem spilað hefir á 12 undir pari, 130 höggum (64 66) og er í 2. sæti

Þriðja sætinu deila síðan Branden Grace frá S-Afríku, sem fór holu í höggi á 2. hring á hinni frægu par-3 16. holu  og Trey Mullinax frá Bandaríkjunum, en báðir hafa spilað á 11 undir pari, 131 höggi (67 64).

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á WM Phoenix Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. hrings WM Phoenix Open SMELLIÐ HÉR: