Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Oprah Winfrey —– 29. janúar 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Oprah Winfrey. Oprah er frægur þáttastjórandi í sjónvarpi í Bandaríkjunum og ein ríkasta kona heims. Oprah fór fyrsta hring sinn í golfi árið 2003 með engum öðrum en Clint Eastwood og það á ekki ófrægari velli en Pebble Beach í Kaliforníu. Hún hafði þá aldrei verið í golfi áður og sagði eins og svo margir byrjendur að að markmið sitt væri að hitta golfboltann! Oprah er fædd 29. janúar 1954 og á því 65 ára afmæli í dag!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jack Burk Jr., 29. janúar 1923 (96 ára); Donna Caponi, 29. janúar 1945 (74 árs); Yoshitaka Yamamoto, 29. janúar 1951 (67 ára) Habbanía Hannyrðakona (59 ára); Erlingur Snær Loftsson, GHR, 29. janúar 1991 (28 ára) ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is