Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2019 | 12:00

Ný golfregla kostaði Li ISK 12 milljónir!!!

Kínverski kylfingurinn Haotong Li var fyrsti atvinnukylfingurinn, sem varð illyrmislega fyrir barðinu á nýuppfærðum golfreglum þegar hann hlaut 2 högga víti á lokahring Omega Dubai Desert Classic.

Li hlaut vítið fyrir það sem dómarar töldu vera brot á nýrri reglu nr. 10-2b(4), sem bannar kylfusveini að standa fyrir aftan kylfing til þess að hjálpa honum við að finna púttlínu.

Li var búinn aðspila 71 holu í mótinu án athugasemda og átti bara eftir fuglapútt á 18. holu í Emirates golfklúbbnum í Dubaí, sem myndi hafa komið honum í T-3 á mótinu þ.e. hann hefði deilt 3. sætinu ásamt öðrum kylfingum.  Þegar Li og kaddýinn hans, Mark Burrow, fóru í gegnum rútínu sína við að lesa púttið, þá var Burrow aðeins of lengi fyrir aftan Li og braut þar með regluna.

Nýja reglan er eitthvað á þessa leið í óopinberri þýðingu: „Þegar bolti kylfings er á púttflötinni, þá er ekkert víti skv. þessari reglu ef leikmaðurinn bakkar úr stöðunni og byrjar ekki að taka stöðuna aftur þar til eftir að kylfusveinn hans hefir farið úr þeirri staðsetningu.“

Brot á reglunni varðar 2 höggum í víti og fuglapútt Li og heildarstaðan 1 undir pari, 70 högg snerist í skolla á 18. og stöðuna 1 yfir pari, 73 högg á lokahringnum, en við það rann Li niður skortöfluna úr T-3, sem hann var í ásamt þeim Sergio Garcia, Ian Poulter, Alvaro Quiros og Paul Waring í T-12, sem hann endaði á að deila með Ernie Els, Shane Lowry og Byeong-hun An.

Fyrir vikið hlaut Li aðeins tékka upp á  €45,234 í staðinn fyrir €135,774, sem hann hefði hlotið hefði hann deilt 3. sætinu með Garcia, Poulter, Quiros og Waring og mismunurinn er $103,241.33, eða u.þ.b. ISK 12 milljónir.

Li tjáði sig ekkert við fjölmiðla eftir vítið, en það var fjöldi annarra þekktra kylfinga, sem tjáði sig á félagsmiðlunum m.a. eftirfarandi 3 kylfingar, sem voru óánægðir með dóminn:

Eddie Pepperell

@PepperellEddie
Hard to believe @haotong_li has been penalised for this. Frankly, I think it’s a shockingly bad decision and for the life of me I cannot see how Mike has lined Haotong up here

(Lausleg þýðing: Það er erfitt að trúa því að  @haotong_li hafi hlotið víti fyrir þetta. Í hreinskilni sagt, ég held að þetta sé sjokkerandi slæm ákvörðun og þó líf mitt liggi við get ég ekki séð hvernig Mike gefið Haotong upp línuna hérna)

William McGirt

@WilliamMcGirt
I’d have to call BS on the @haotong_li penalty today. He wasn’t even set to make a practice stroke much less an actual stroke at the ball. @USGA & @RandA get it wrong again. #killingthegame

(Lausleg þýðing: Ég gef skít í @haotong_li vítið í dag. Hann var ekki einu sinni að taka æfingapúttstroku hvað þá alvöru stroku við boltann. Bandaríska golfsambandið og R&A hafa rangt fyrir sér aftur. (Þeir eru að) drepa leikinn).

Richie Ramsay

@RamsayGolf
2 things to happen Monday. Appreciate just how good @JustinRose99 is!!!!!! Look at the new rule given to @haotong_li. Clearly no intent to align, very marginal when stance and caddie move. Cost him well deserved WR points

(2 atriði gerðust nú á mánudegi. Mér líkar hversu góður  @JustinRose99 er!!!!!! Lít á nýju regluna og hvernig henni var beitt gegn @haotong_li. Augljóslega enginn ásetningur að stilla upp, þetta var á mjög þröngu sviði þegar staðan og kaddýinn hreyfa sig. Þetta kostaði hann (Haotong Li) heimslista stig sem hann var vel að kominn).