LAKE BUENA VISTA, FLORIDA – JANUARY 20: Eun-Hee Ji of South Korea poses with the trophy after winning the Diamond Resorts Tournament of Champions at Tranquilo Golf Course at Four Seasons Golf and Sports Club Orlando on January 20, 2019 in Lake Buena Vista, Florida. (Photo by Matt Sullivan/Getty Images)
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2019 | 22:00

LPGA: Ji sigraði í Flórída

Það var Eun-Hee Ji, sem stóð uppi sem sigurvegari á 1. móti ársins á LPGA, Diamond Resorts Tournament of Champions presented by IOA.

Mótið fór fram 17.-20. janúar 2019 í Lake Buena Vista, í Flórída.

Sigurskor Ji var samtals 14 undir pari, 270 högg (65 69 66 70). Landa Ji, Mirim Lee varð í 2. sæti á samtals 12 undir pari og heimakonan, Nelly Korda varð í 3. sæti á samtals 11 undir pari.

Fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydia Ko, sem var í forystu fyrir lokahringinn ásamt Ji, átti arfaslakan lokahring upp á 77 högg og hrundi niður skortöfluna í 8. sætið, en hún lék á samtals 7 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Diamond Resorts mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Mynd: Matt Sullivan