Phil Mickelson
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2019 | 03:00

Phil ekki m/á Torrey í 1. skipti í 29 ár!!!

Í 1. skipti í 29 ár mun Phil Mickelson ekki verða á meðal keppenda á Farmers Insurance Open, PGA Tour móti næstu viku, sem fer fram 24.-27. janúar 2019, aðeins 12 mílur frá heimili hans í Rancho Sante Fe.

Phil lét frá sér fara opinbera fréttatilkynningu á Twitter eftir 2. hring sinn á Desert Classic í La Quinta, þar sem hann tryggði sér forystu í hálfleik eftir glæsihring upp á 4 undir pari, 68 högg.

Í fréttatilkynningunni sagði m.a. : „Ég vil deila breyttri dagskrá minni: í þessari viku mun ég spila hér í eyðimörkinni, síðan í Phoenix, á Pebble Beach og síðan reyni ég að verja titil minn í Mexíkó. Röð 28 skipta þar sem ég hef tekið þátt í Farmers Insurance Open endar í næstu viku.“

Phil Mickelson hefir áður sagt að með hliðsjón af aldri sínum, vilji hann spila dagskrá sem hæfi leik hans og sé ekki of mikill stressvaldur.

Þó Torrey Pines sé staður þar sem Phil hefir sigrað á tvívegis á ferli sínum þá hefir hann sagt að þetta (Farmers) sé mót sem í raun henti sér ekki.

Í hreinskilni sagt er ég ekki viss um hvort ég sé til í völl sem er þetta langur og erfiður,“ sagði Mickelson sl. fimmtudag á Desert Classic. „Þannig að ég hef bara verið að bíða og sjá hvernig leikurinn minn er þessa fyrstu daga. Þetta er einn af erfiðustu völlunum sem við spilum; hann er 7.600 yardar, brautirnar þröngar og það er mikið af röffi og ef ég er ekki að spila algerlega besta leik minn þá er þetta virkilega ekki góður staður fyrir mig.“