Ryderinn 2020: Garcia bendir á lykilvandkvæði f. hugsanlegan Ryder fyrirliða Harrington
Sergio Garcia styður það að Padráig Harrington verði næsti fyrirliði liðs Evrópu í Rydernum 2020 þegar lið Evrópu leitast við að verja bikarinn, sem þeir náðu aftur til Evrópu, í París sl. ár.
Búist er við að formlega verði tilkynnt hver verði næsti Ryder fyrirliði Evrópu seinna í dag.
Hins vegar hefir Garcia bent Harrington á lykilvandkvæði sem hann gæti staðið frammi fyrir.
Það olli gagnrýni á sl. ári þegar áhangendur í París púuðu á lið Bandaríkjanna síðustu tvo keppnisdagana þ.e. um helgina, sem úrslitin réðust.
Í ljósi þess myndi hinn þrefaldi risamótssigurvegari (Harrington) að mati Garcia eiga erfitt verk fyrir höndum að halda einbeitingu hjá liðsmönnum sínum í Bandaríkjunum, en næsta Ryder bikar keppni fer fram í Whistling Straits, í Wisconsin í Bandaríkjunum.
„Augljóslega viljum við að liði Evrópu gangi vel og það verður ekki auðvelt vegna þess að keppnin fer næst fram í Bandaríkjunum. Það er alltaf örlítið erfiðara að keppa þar.“
„En hann (Harrington) er með mikla reynslu, hann hefir spilað í mörgum Ryder bikars keppnum og gengið vel. Hann hefir átt frábæran feril og það verður áhugavert fyrir hann (fái hann tækifærið) að vera fyrirliði Ryderbikarsliðsins.“
„Vonandi tekst honum að hjálpa liði Evrópu að halda bikarnum.“
Auk Garcia sem lét ofangreind orð falla, á Harrington stuðning landa síns Rory McIlroy og meðaðstoðarfyrirliða síns í síðastu Ryderbikarskeppni, Luke Donald.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
