Árið gert upp – Helstu erlendu golffréttir júní 2018
Þann 1. júní 2018 var frétt þess efnis á Golf 1 að Tiger hefði í fréttatilkynningu þurft að bera til baka orðróm þar um að bakmeiðsli hans væru að taka sig upp. Sama dag var frétt á Golf 1 um að félagsmiðadrottningin Paige Spiranac hefði látið framleiða grip, en ágóðinn færi í baráttu gegn einelti.
Það var danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen, sem bar sigur úr býtum á Opna ítalska á Evróputúrnum, móti sem fram fór 31. maí – 3. júní 2018.
Það var Bryson DeChambeau sem stóð uppi sem sigurvegari á PGA Tour mótinu the Memorial Tournament presented by Nationwide, sem fram fór venju skv. í Muirfield Village GC, Dublin, Ohio. Að þessu sinni fór mótið fram 31. maí – 3. júní 2018.
Dustin Johnson sigraði á FedEx St. Jude Classic, sem fram fórá TPC Southwind, Memphis, Tennessee, dagana 7.-10. júní 2018.
Það var Portúgalinn Pedro Figureiredo, sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á Áskorendamótaröðinni, KPMG Trophy, en mótið fór fram dagana 7.-10. júní 2018 á L´Empereur GC&C í Ways, í Genappe, Belgíu. Axel Bóasson, GK tók þátt í mótinu en komst ekki gegnum niðurskurð.
Finninn Mikko Korhonen, sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum, dagana 7.-10. júní 2018 á Shot Clock Masters.
Þann 8. júní trúlofaðist bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler kærustu sinni, stangarstökkvaranum og fitness módelinu Allison Stokke.
Þann 8.-10 júní 2018 fór fram Shoprite Classic mótið á LPGA mótaröðinni. Ólafía Þórunn „okkar” var ekki á meðal keppanda og sú sem sigraði var bandaríski kylfingurinn Annie Park á samtals 16 undir pari.
Þann 9. júní var söguleg frétt á Golf 1 þess efnis að Charley Hull hefði verið valin fyrsti kvenkylfingurinn til að eiga högg mánaðarins á Evróputúrnum!!!
So Yeon Ryu, frá S-Kóreu sigraði á Meijer LPGA Classic for Simply Give LPGA mótinu, sem fram fór í Grand Rapids, Michigan, dagana 13.-16. júní 2018. Ólafía Þórunn „okkar” Kristinsdóttir tók þátt og kláraði T-58, hlaut tékka upp á $5,094.
Dagana 14.-17. júní fór fram 2. rismót ársins hjá körlunum, Opna bandaríska á Shinnecock Hills GC, í Southampton, NY. Það var Brooks Koepka sem tókst að verja titil sinn frá því árinu áður.
Þann 20.-23. júní 2018 fór fram KPMG Women’s PGA Championship risamótið. Sigurvegari á því varð Sung Hyun Park frá S-Kóreu. Ólafía Þórunn tók þátt en komst ekki í gegnum niðurskurð.
Matt Wallace sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum, 21.-24. júní 2018, sem var BMW International.
Þann 21.—24. júní fór fram Travelers Championship á TPC River Highlands, Cromwell, Conneticut og það var Bubba Watson, sem stóð uppi sem sigurvegari.
Þau Billy Andrade, Keegan Bradley og Brooke Henderson sigruðu á CVS Health Charity Classic góðgerðarmótinu, sem fram fór í Rhode Island CC, Barrington, Rhode Island, þann 25. júní.
Það var japanski kylfingurinn Nasa Hataoka, sem sigraði á Walmart NW Arkansas Championship Presented by P&G í Rogers, Arkansas, LPGA móti sem fram fór dagana 25.-30. júní 2018. Ólafía Þórunn tók þátt en náði ekki gegnum niðurskurð – byrjaði vel en átt slakan 2. hring (69 73) munaði 2 höggum að hún kæmist í gegn.
Það var Alexander Norén frá Svíþjóð sem stóð uppi sem sigurvegari í HNA Open de France, sem fram fór dagana 28. júní – 1. júlí 2018.
Loks sigraði Francesco Molinari á PGA Tour mótinu Quicken Loans National, sem fram fór á
TPC Potomac at Avenel Farm, Potomac, MD, dagana 28. júní – 1. júlí 2018.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
