Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2019 | 14:00

Howell aftur með á TOC e. 11 ár!

Ekkert mót í heiminum er jafn erfitt að fá þátttökurétt í og Tournament of Champions, þar sem eingöngu sigurvegarar ársins þar áður á PGA Tour fá að reyna með sér.

Enginn veit þetta betur en Charles Howell III, en hann er nú aftur með eftir 11 ára fjarveru.“

„Í einn stað er þeta eins og ég hafi verið hér síðas fyrir mannsævi en í annan sta er þetta eins og ég hafi verið hér í gær.“

Á þeim 11 árum frá því Howell III var síðast með á Kapalua hefir hann spila i 340 PGA Tour mótum, þar til hann vann aftur og það var ekki létt verk.

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum og sá sem á titil að verja, Dustin Johnson, lét hafa eftir sér nýlega að ef það væri létt verk að vinna mót á PGA Tour þá myndi hann gera það oftar.

Og Howell varð svo sannarlega að hafa fyrir sigrinum, t.a.m. varð hann að fá fugla á síðustu 3 af fjórum holum mótsins sem hann vann siðan á RSM Classic til þess eins að komast í bráðabana þar sem leikar fóru á 2. aukaholu.

Sjá mátti léttinn á Howell þegar sigurinn var í höfn og hann féll á kné sér því sigurinn var hans farmiði í paradís, en paradís Howell er ekki Kapalua þótt flestir strákanna á PGA Tour vilji byrja árið þar, heldur Masters risamótið sem sigurinn færði honum líka keppnisrétt á.

Howell III ólst nefnileg upp í Augusta, foreldrar hans eiga hús stutta akstursfjarlæg frá Augusta National, en hann hefir þurft að horfa á Masters í sjónvarpinu sl. 6 ár.

Maður lítur á strákana í kringum sig, hópinn sem maður er í – Justin Thomas og Rory McIlroy og ég hugsa „hamingjan sanna“ ég er í þessum hóp. Það voru stundir sem ég hélt a ég myndi aldrei sigra aftur. Ég hef átt góðan feril. Ég er stoltur af því sem ég hef gert og ef hann tæki enda nú væri ég sáttur.“