Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2019 | 23:00

PGA: Tway efstur á TOC – Hápunktar 1. dags

Það er bandaríski kylfingurinn Kevin Tway, sem leiðir eftir 1. dag á Tournament of Champions (TOC), á Kapalua, Hawaii, þar sem einvörðungu sigurvegarar á PGA Tour 2018 fá þátttökurétt.  Alls eru keppendur 33 einhverjir af bestu kylfingum heims og nokkrir, sem komu á óvart í fyrra s.s. Cam Champ. Einn sigurvegaranna tekur ekki þátt í TOC 2019 en það er Tiger Woods.

Tway kom í hús á 7 undir pari, 66 höggum.

Í 2. sæti eru Dustin Johnson (DJ), sem á titil að verja, Gary Woodland og Justin Thomas, allir á 6 undir pari, 67 höggum.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á TOC SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á TOC SMELLIÐ HÉR: