Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: María Guðrún Nolan og Jóhannes William Grétarsson —————— 3. janúar 2019

Afmæliskylfingar dagsins eru María Guðrún Nolan og Jóhannes William Grétarsson. Bæði eru fædd 3. janúar 1979 og eiga því 40 ára stórafmæli í dag!!!  Margir kannast við Maríu Guðrúnu en hún var í og vann hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og hefir m.a. starfað hjá Mytime Active at Hollingbury Park Golf Course í Englandi, þar sem hún býr í dag í Brighton ásamt fjölskyldu sinni.

Komast má á facebook síðu Maríu Guðrúnar til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið hér að neðan:

María Guðrún Nolan (40 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!)

Hinn afmæliskylfingurinn er Jóhannes William Grétarsson. Jóhannes er frá Skagaströnd og er kvæntur Sigurbjörgu Magnúsdóttur. Komast má á facebook síðu Jóhanns Williams til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan:

Jóhannes og Sigurbjörg

Jóhannes William Grétarsson (40 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru eftirfarandi: Francis Clement Newton, f. 3. janúar 1874 – d, 3. ágúst 1946; Fred Haas, 3. janúar 1916-d. 26. janúar 2004; Ashley Chinner, f. 3. janúar 1963 (56 ára); Trudi Jeffrey, 3. janúar 1970 (49 ára); Ragnar Þór Ragnarsson, 3. janúar 1971 (48 ára);  Richard Finch 3. janúar 1974 (45 ára); Maria Boden, 3. janúar 1978 (41 árs – sænsk spilaði á LET); , 3. janúar 1979 (39 ára); Charlotte L. Ellis, 3. janúar 1986 (33 ára – ensk spilar á LET); Nemendafélag Stýrimannaskólans, 3. janúar 1989 (30 ára STÓRAFMÆLI – Innilega til hamingju!!!); Brianna Do, 3. janúar 1990 – 29 ára spilar á LET) …… og ……. Kolbrún Stefánsdóttir og Simmi Vill

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is