Frændsystkinin og tveir bestu kylfingar landsins: Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir í Keili. Þau unnu 1. mótið styrktu af Erninum á Eimskipsmótaröðinni 2011. Mynd: gsimyndir.net Árið gert upp – Helstu innlendu golffréttir maí 2018
203 kylfingar kepptu í 3 mótum 1. maí 2018. Það var Daníel Hilmarsson, úr GKG sem kom sá og sigraði á 1. maí móti GM og ECCO var á glæsiskori á Hliðarvelli, í Mosfellsbær 69 höggum. Baldur Ingi Jónasson úr Golfklúbbi Ísafjarðar sigraði með 36 punkta á 1. maí móti GBO, sem var fyrsta golfmót sumarsins á Syðridalsvelli þeirra Bolvíkinga.
Þann 1. maí var einnig grein þess efnis á Golf 1 að Vestmannaeyjavöllur kæmi vel undir vetri og væri í frábæru ásigkomulagi.
Haraldur Franklín Magnús, GR, var sá eini af 3 íslenskum keppendum sem komst í gegnum niðurskurð á Willis Towers Watson Masters – by Egekilde, móti sem haldið var 2.-4. maí 2018. Hann lauk keppni í 32. sæti. Hinir íslensku keppendurnir voru Andri Þór Björnsson, GR og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR.
Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson tóku þátt í Challenge De España, sem var mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, dagana 3.-6. maí 2018. Hvorugur þeirra komst í gegnum niðurskurð.
Þann 4. maí voru fréttir á Golf 1 um að Ólafía Þórunn og skólasystir hennar úr Wake Forest, Cheyenne Woods hefðu brugðið sér á 12.000 sæta leikvang „The Dallas Cowboys“ ruðningsboltaliðs Dallas, en þær stöllurnar voru í Dallas í aðdraganda Volunteers of America (oft stytt í VOA) LPGA Texas Classic mótinu. Ólafía spilaði í mótinu sem fór fram 3.-6. maí 2018 og varð T-32.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tók þátt í VP Bank Ladies Open, sem var mót vikunnar á LET Access, dagana 4.-6. maí 2018. Guðrún Brá lék á samtals 3 yfir pari, 219 höggum (71 72 76) og varð T-49 Frábært hjá Guðrúnu Brá!
Þann 5. maí voru fréttir á Golf 1 um að í 9 golfklúbbum (af 62 hérlendis) væru konur formenn.
45 luku keppni á Black Sand Open hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar 5. maí 2018 en á besta skorinu var Benedikt Sveinsson úr Golfklúbbnum Keili, á 72 höggum. Í punktakeppninni Elmar Ingi Sighvatsson, GVS, með 37 punktum.
Brynja Sigurðardóttir, GFB (1. flokkur); Sigríður Hannesdóttir, GHR (2. flokkur ) og Ágústa Hugrún Bárudóttir, GR (3. flokkur) sigruðu í hinu árlega Lancôme mótinu á Strandarvelli sem fram fór 6. maí 2018.
Þann 7. maí var frétt þess efnis á Golf 1 að Bjarni Þór Hannesson vallarstjóri Hvaleyrarvallar hafi látið af störfum í apríllok en Guðbjartur Ísak Ásgeirsson og Arnaldur Freyr Birgisson hafi tekið við.
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tók þátt í móti vikunnar á Evróputúrnum dagana 10.-13. maí 2018 þ.e. Rocco Forte Open, í Agrigento á Sikiley. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð.

Berglind Björnsdóttir, GR and UNCG. Photo: Golf 1
Berglind Björnsdóttir, GR, lék á +19 samtals á Opna írska áhugamannamótinu. Keppt var á Louth Golf Club en parið á vellinum er 74 högg. Berglind endaði í 30. sæti en Hannah McCook frá Skotlandi sigraði á +1 samtals (81-69-73).

Þann 12. maí 2018 var frétt þess efnis að Þórdís Geirsdóttir, GK, hefði farið holu í höggi á par-3 14. holu Levante vallarins í Meliá Villaitana, í Alicante á Spáni. Sama dag var frétt þess efnis á Golf 1 að Dagur Ebenezersson hefði útskrifast úr Catawba háskóla í Salisbury, N-Karólínu.

Þann 14. maí 2018 skrifuðu GSÍ og Eimskip undir 8. samstarfssamning sinn.

Axel Bóasson, GK Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Arna Rún Kristjánsdóttir, GM sigruðu á 3. móti Eimskipsmótaraðarinnar á 2017-2018 keppnistímabilinu, sem fram fór á Skaganum, 17. maí 2018. Mótið átti að vera 3 daga mót en keppni var felld niður 18. og 19. maí 2018 vegna veðurs.
GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson, tóku þátt í Stora Hotellet Bryggan Fjällbacka Open mótinu, sem fram fór 17.-19. maí 2018.Leikið var á Fjällbacka Golfklubb vellinum og er mótið hluti af Nordic Golf League atvinnumótaröðinni. Guðmundur Ágúst var sá eini af íslensku keppendunum, sem komst í gegnum niðurskurð. Hann lauk keppni í 9. sæti; lék samtals á 7 undir pari, 206 höggum (67 71 68).
Þann 17.-20. maí 2018 var Birgir Leifur Hafþórsson meðal keppanda í móti vikunnar á Evróputúrnum, Belgian Knockout, en hafði ekki erindi sem erfiði, komst ekki gegnum niðurskurð.
Þann 22.-25. maí kepptu atvinnukylfingarnir Andri Þór Björnsson, GR; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR; Haraldur Franklín Magnús, GR og Ólafur Björn Loftsson, GKG á Pärnu Bay Golf Links Challenge mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Aðeins Guðmundur Ágúst fór í gegnum niðurskurð og lauk keppni T-7 í mótinu. Stórglæsilegur árangur hjá Guðmundi Ágúst!
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir náði ekki niðurskurði á LPGA Volvik Championship, LPGA móti sem fram fór dagana 24.-27. maí 2018.

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Axel Bóasson, GK hófu báðir keppni í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, D+D REAL Czech Challenge, en mótið fór fram 24.-27. maí 2018. Axel komst ekki í gegnum niðurskurð en Birgir Leifur lauk keppni T-7. Stórglæsilegur!!!
Þann 25. maí var frétt þess efnis að 150 manns væru skráðir í 1. mót LEK 2018, sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru. Mótinu var síðan frestað vegna slæms veðurs.
Dagana 25.-30. maí 2018 kepptu Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og félagar í Kent State á NCAA mótinu. Mótið fór fram í Karsten Creek í Stillwater, Oklahoma, en skorið var niður eftir 4 höggleikshringi og efstu 8 lið fengu að halda áfram í höggleikskeppni síðustu 2 keppnisdagana þ.e. 29. og 30. maí. Bjarki, Gísli og félagar duttu út eftir 4 hringi af höggleik. Bjarki lék höggleikshlutann á samtals 7 yfir pari, 295 höggum ( 76 74 70 75) og varð T-37. Gísli lék höggleikshlutann á samtals 16 yfir pari, 305 höggum (82 73 72 77) og varð T-69. Munaði 2 höggum á Kent State og Texas A&M, sem komst áfram í liðakeppninni.
Atvinnukylfingarnir Haraldur Franklín Magnús GR og Ólafur Björn Loftsson, GKG, komust í gegnum niðurskurð á Jyske bank PGA Championship, en Andri Þór Björnsson, GR, sem einnig tók þátt í mótinu, náði ekki niðurskurði, í þessu móti sem var hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Mótið fór fram í Silkeborg Ry Golfklub, í Danmörku, dagana 30. maí – 1. júní 2018. Haraldur Franklín lauk keppni á besta skorinu af Íslendingunum þremur; lék samtals á 5 undir pari, 211 höggum (66 72 73) og endaði T-16. Ólafur Björnt lauk keppni T-34; lék á samtals 1 undir pari, 215 höggum (66 75 74).
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL tóku þátt í Jabra Ladies Open, sem er samvinnuverkefni LET og LET Access mótaraðanna. Spilað var í Evian Resort GC, í Frakklandi, þar sem 5. risamót kvennagolfsins fer fram. Mótið fór fram 31. maí – 2. júní en þær báðar komust ekki í gegnum niðurskurð.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
