Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2019 | 09:00

10 frábær atriði sem gætu gerst í golfinu 2019

Eftirfarandi 10 frábær atriði gætu gerst í golfinu á árinu 2019:

1 Það mun a.m.k. eitt ótrúlegt einvígi eiga sér stað á einhverju risamótanna í karlagolfinu. Líklegt er að það verði milli Rory og Spieth þegar á 1. risamóti ársins – The Masters. Aðrir gætu blandað sér í baráttuna s.s. Francesco Molinari eða Brooks Koepka.  Annað líklegt einvígi er milli Henrik Stenson og Phil Mickelson.

2 Bryson DeChambeau mun sigra á sínu fyrsta risamóti.

3 Tiger kemur öllum á óvart og vinnur enn eitt risamótið og minnkar bilið milli sín og Gullna björnsins.

4 Einhver hinna nýju „STÓRU 4″ vinnur risamót Átt er við Koepka, Spieth, McIlroy eða Justin Thomas.

5 Bandaríska golfsambandið USGA mun pirra einhverja óendanlega, með nýrri reglusetningu.

6 Alþjóðaliðið sigrar í Forsetabikarnum.

7. Bandaríkin tapa ekki í Rydernum. Nokkuð öruggt því sá næsti fer ekki fram fyrr en 2020.

8 Nýja PGA Tour dagskráin mun verða öllum til góðs.

9 Svalir nýir kylfingar munu stíga fram á sjónarsviðið.

10 Minna verður um gagnrýni á félagsmiðlana. Umræða er um hversu félagsmiðlarnir hafi eyðilagt golf samfélagið – en þeir virðast komnir til að vera!  Það eiga eflaust eftir að falla nokkrar bombur þar og menn láta gamminn geysa þar!