Kristófer Karl Karlsson, GM. Mynd:
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2018 | 08:00

Kristófer Karl sá eini af 7 íslenskum kylfingum fór í g. niðurskurð á Orlando Int. Amateur

Sjö íslenskir kylfingar hófu keppni á Orlando International Amateur, þann 28. desember sl. en aðeins 1 þeirra, Kristófer Karl Karlsson, GM fór í gegnum niðurskurð.  Hann lék fyrstu hringina tvo á samtals pari (73 70).

Spilað er á Crooked Cat og Panther Lake völlunum í Orlandó, Flórída og stendur mótið 28.-30. desember 2018

Íslendingarnir sem þátt tóku í mótinu ásamt Kristófer Karli eru:  Viktor Ingi Einarsson, GR Daníel Ísak Steinarsson, GK, Lárus Garðar Long, GV, Ragnar Már Garðarsson, GKG, Hákon Örn Magnússon, GR og bróðir Kristófers Karls, Theódór Emil Karlsson, GM.

Allir framgreindu að undanskildum Kristófer Karli eru úr leik og er Kristófer Karl því sá eini sem spilar lokahringinn í dag.

Aðeins munaði 1 ergilegu höggi að Hákon Örn Magnússon kæmist gegnum niðurskurð.

Sjá má stöðuna á Orlando International Amateur með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Kristófer Karl Karlsson, GM. Mynd: Golf 1