Árið gert upp – Helstu erlendu golffréttir febrúar 2018
1. febrúar 2018 var frétt þess efnis að nakinn maður hefði stolið senunni á móti vikunnar á PGA Tour, Waste Management Phoenix Open Á hinni sögufrægu par-3 16. braut sem umlukin er áhorfendapöllum, sem mörg þúsundir áhorfenda verja tíma sínum til að fylgjast með keppendum hljóp nakinn maður um á brautinni. Sumir gera ALLT fyrir frægðina!
2. febrúar var í fréttum að norska frænka okkar Suzann Petterson hefði borið tilbaka að hún hefði kallað Trump Bandaríkjaforseta svindlara. Sagði hún að þetta væru „fake news”!!!
Það var Gary Woodland sem sigraði á Phoenix Open 4. febrúar 2018.
Þann 5. febrúar fóru nýsjálensk hjón, frá New Plymouth Colin og Terri Heyes bæði fóru holu í höggi á sama hring. Þau spiluðu 18 holur á Ngamotu golfvellinum í Nýja-Sjálandi og fékk Colin sinn ás á 9. holu og Terri fékk ásinn sinn á 14. holu.
Þann 6. febrúar voru fréttir á Golf 1 þess efnis að Martin Kaymer væri að deita 14 árum eldri konu, Melanie Sykes.
Þann 9. febrúar 2018 hófust Vetrarólympíuleikar 2018 í Pyeongchang S-Kóreu með stórri opnunarhátíð. Það var S-kóreanski kvenkylfingurinn Se Ri Pak, 40 ára, sem bar fána S-Kóreu, en Pak var þjálfari kvennagolfliðs S-Kóreu á sumarólympíuleikunum 2016.
Þann 10. febrúar voru fréttir um að Claret bikar John Daly væri til sölu.
Það var fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Jiyai Shin, frá S-Kóreu, sem sigraði með miklum yfiburðum á ActewAGL Canberra Classic mótinu, sem fram fór á Royal Canberra golfvellinum dagana 9.- 11. febrúar.
Það var thaílenski snillingurinn Kiradech Aphibarnrat, sem sigraði á ISPS Handa World Super 6 Perth mótinu, 11. febrúar 2018, en mótið var samvinnuverkefni Evróputúrsins og Ástralasíutúrsins.
Það var Ted Potter Jr. sem sigraði á AT&T mótinu, á PGA Tour mótaröðinni 11. febrúar 2018.
Joost Luiten sem sigraði á NBO Oman Open, á Evróputúrnum, en mótið fór fram á Al Mouj Golf golfstaðnum dagana 15.-18. febrúar 2018.
Um miðjan febrúar tjáði Justin Thomas sig um háværa áhorfendur golfmóta, sem hann sagði óásættanlega en honum fipaðist á Genesis Open, á PGA Tour sem hann var mjög ósáttur við. Það var síðan bandaríski kylfingurinn Bubba Watson sem sigraði á Genesis Open 18. febrúar.
Jin Young Ko frá S-Kóreu sigraði á ISPS Handa LPGA mótinu, sem fram fór 15.-18. febrúar 2018.
Þann 25. febrúar 2018 birtist grein um klikkaðasta skolla ársins. Þann skolla átti Eddie Pepperell og skollinn kom á 3. hring Commercial Bank Qatar Masters á 12. holu Tólfta holan í Doha golfklúbbnum er u.þ.b. 400 metra par-4 hola og er flötin umlukin u.þ.b. 2 metra háum hlöðnum steinmúr. Eftir 2 högg var bolti Eddie í dæld rétt fyrir framan flötina. Eddie reyndi að slá inn á flöt en boltinn endurkastaðist af steinunum og aftur í dældina. Í 2. innhöggstilraun sinni virðist boltinn hafa stoppað í háu grasinu, komst enn ekki yfir múrinn og kom tilbaka rétt við fætur Eddie – og þetta var í parhögginu hans.Það leit út fyrir júmbó skor á þessari holu.En það sem gerðist er dæmigert fyrir hversu ófyrirsjáanlega skemmtilegt og klikkað golfið getur stundum verið – það nægir bara ekki að skoða skorkort til að dæma hvert eftirminnilegasta skorið hafi verið. Pepperell setti 3. innáhögg sitt fyrir skolla beint niður!!!! Pepperell sigraði síðan á Qatar Masters móti á Evróputúrnum 25. febrúar 2018.
Jessica Korda sigraði á Honda LPGA Thailand mótinu, sama dag, 25. febrúar 2018 og Justin Thomas enn sama dag á PGA Tour mótinu, Honda Classic. Á LPGA Thailand mótinu gerðist Lexi Thompson í 2. sinn sek um reglubrot fyrir að hafa fært bolta frá auglýsingaskiti en það kostaði hana sigur í mótinu líkt og á ANA Inspiration risamótinu og varð henni svo mikið áfall að hún tók sér frí mestallt árið 2018.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
