Svavar Geir Svavarsson, GO. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Svavar Geir Svavarsson – 26. desember 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Svavar Geir Svavarsson. Svavar Geir er fæddur 26. desember 1972 og á því 46 ára afmæli í dag! Hann er í Golfklúbbnum Oddi og sér m.a. um flugherminn í innaðstöðu GO í Kauptúni, sem allir ættu að nýta sér nú þegar veðrið er of kalt til þess að vera í golfi úti við.

Golf 1 hefir einnig tekið viðtal við Svaþvar Geir sem lesa má með því að SMELLA HÉR:

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan:

Svavar Geir Svavarsson, GO. Mynd: Golf 1.

Svavar Geir Svavarsson (Innilega til hamingju með 46 ára afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Willie Smith, dó 26. desember 1916; Antonio Lascuna, Filipseyjum, 26. desember 1970 (48 ára); Giulia Sergas, 26. desember 1979 (39 ára) ….. og …… Arnar Snær Hákonarson, GR f. 26. desember 1989 (29 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is