Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2018 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Guilia Molinaro (15/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour.

Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur.

Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, em það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Svíþjóð og Robyn Choi frá Ástralíu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók þátt í lokaúrtökumóti LPGA en varð ekki meðal efstu 45 og náði því ekki að endurnýja kortið sitt og fastan keppnisrétt á LPGA næsta keppnistímabil.

Í dag verður byrjað að kynna þær 6 stúlkur, sem deildu 39. sætinu en það eru: Lee LopezSandra ChangkijaLauren Coughlin og Stephanie Kono frá Bandaríkjunum; Pajaree Anannarukarn frá Thaílandi; Guilia Molinaro frá Ítalíu. Þessar 6 léku allar á samtals 9 yfir pari á lokaúrtökumótinu.

Byrjað verður á að kynna Guiliu Molinaro.

Guilia Molinaro fæddist23. júlí 1990 og er því 28 ára. Sjá má eldri grein Golf 1 frá 2014, þar sem Molinaro var kynnt með því að SMELLA HÉR:

Komst má á Twitter síðu Molinaro til þess að fræðast nánar um hana með því að SMELLA HÉR: