Dagbjartur Sigurbrandsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 25. 2018 | 08:00

Dagbjartur sigraði á The Holiday Open

Dagbjartur Sigurbrandsson, var einn sjö íslenskra kylfinga sem þátt tók í The Holiday Open mótinu, sem fram fór á Orange County National í Flórída, helgina 22.-23. desember 2018.

Hann gerði sér lítð fyrir og sigraði í sínum aldursflokki 16-18 ára pilta.

Jafnframt var hann annar af tveimurn þátttakendanna 23, sem náði skori undir pari.

Sigurskor Dagbjarts var 2 undir pari, 142 högg (73 69).

Þess mætti geta að systir Dagbjarts, Perla Sól Sigurbrandsdóttir. stóð sig næstbest af íslensku keppendunum, en hún landaði 3. sætinu í flokki 13 ára og yngri hnáta.

Til þess að sjá lokastöðuna á mótinu SMELLIÐ HÉR: