Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Louise Strahle (12/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour.
Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur.
Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar og í dag verður hafist á að kynna 45 efstu og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA.
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók þátt í lokaúrtökumóti LPGA en varð ekki meðal efstu 45 og náði því ekki að endurnýja kortið sitt og fastan keppnisrétt á LPGA næsta keppnistímabil.
Það voru 4 stúlkur sem rétt komust á LPGA með fullan spilarétt: bandarísku stúlkurnar Robyn Choi og Karen Chung,; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi og Louise Strahle frá Svíþjóð. PK Kongkraphan hefir þegar verið kynnt og í dag er röðin komin að Louise Strahle.
Louise Stahle fæddist í Lundi, Svíþjóð, 19. mars 1985 og er því 33 ára.
Hún átti mjög farsælan áhugamannsferil.
Árið 2002 sigraði Stahle á French Open Amateur Championship. Hún var jafnframt í 2. sæti á Girls British Open 2002 og var í Junior Solheim Cup liði Evrópu sem tapaði það ár fyrir Bandaríkjamönnum. Árið eftir þ.e. 2003 var hún líka í Junior Solheim Cup liði Evrópu þegar mótið fór fram í Svíþjóð.
Árið 2004 vann Stahle the St Rule Trophy, the Beirut Café Ladies Trophy og the Telia Tour. Eins sigraði hún the Smyth Salver en hún var besti áhugamaðurinn sem þátt tók í Weetabix Women’s British Open og eins varð hún fyrsti Svíinn til þess að sigra í Ladies’ British Open Amateur Championship. Hún varð einnig fyrsti leikmaðurinn í 30 ár til þess að verja titilinn þegar hún sigraði aftur í mótinu árið 2005. Stahle var í sænska golflandsliðinu 2001–2005 og eins var hún hluti af liði Svía árið 2004 á Espirito Santo Trophy World Amateur Golf Team Championships en þar bar lið Svía sigur af hólmi í kvennaflokki.
Stahle var í bandaríska háskólagolfinu og spilaði með liði Arizona State University þar sem hún átti eitt besta nýliðaár í sögu skólans, en m.a. vann hún the Wildcat Invitational og PING/ASU Invitational. Stahle var útnefnd National Golf Coaches Association Eleanor Dudley Division I leikmaður ársins sem og nýliði ársins og var tilnefnd í All-American First team og Scholar team. Hún var Pac-10 Golfer of the Year og nýliði ársins, vann Pac-10 championship og var tilnefnd í All-Pac-10 first team. Stahle vann líka the GolfstatCup, sem veittur er þeim leikmanni sem hefir besta meðaltalsskor versus par eftir 20 leikin mót á tímabili.
Atvinnumennskan
Stahle gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 13 árum, þ.e. 2005 eftir að hafa náð T-8 árangri á Weetabix Women’s British Open en fyrsta mót sem hún lék í sem atvinnumaður var the Scandinavian TPC hosted by Annika í Svíþjóð. Hún fékk undanþágu til að spila á LPGA 2006 eftir að hafa orðið í 11. sæti í Q-school LPGA.
Á árunum 2006 til 2011 spilaði Stahle í 56 LPGA Tour mótum en besti árangurinn var 8. sætið árið 2009 á Sybase Classic. Árið 2006, tryggði Louise sér rétt til að spila á Ladies European Tour (LET) og spilaði í 49 mótum á þeirri mótaröð á árunum 2007 og 2012. Annað sætið í he Ladies Open of Portugal (2007) og the Ladies German Open (2008) er besti árangur hennar á LET.
Hún tók þátt í lokaúrtökumótum LPGA og LET og ávann sér fullan spilarétt á báðum mótaröðum 2015. Næsta keppnistímabil, 2019, ætlar Strahle að einbeita sér að LPGA.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
