Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2018 | 20:00

LET: Guðrún Brá komst g. niðurskurð!

Íslandsmeistarinn í golfi 2018, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna, en mótið fer fram í Marokkó.

Eftir 4. hring var skorið niður og aðeins 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu fá að spila lokahringinn, sem fram fer á morgun og er Guðrún Brá þar á meðal.

Guðrún Brá er búin að spila á samtals 2 yfir pari, 290 höggum (73 72 72 73) og er T-45 þ.e. jöfn 5 öðrum í 45. sæti.

Efstu 25 og þær sem jafnar eru í 25. sætinu hljóta fullan spilarétt á Evrópumótaröð kvenna (LET) á 2019 keppnistímabilinu og eins og staðan er nú, munar 5 höggum á Guðrúnu Brá og þeim, sem eru T-23.  Lokahringurinn fer fram á morgun, sem segir á Amelkis golfvellinum.

Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL er með keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna á næsta tímabili. Alls hafa þrjár íslenskar konur komist inn á LET í gegnum lokaúrtökumótið: Ólöf María Jónsdóttir úr Keili, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, Leyni.

Sjá má stöðuna á lokaúrtökumóti LET í Marokkó með því að SMELLA HÉR: