Mel Reid kom út úr skápnum
Enski kylfingurinn Melissa Reid, alltaf kölluð Mel af öllum, kom út úr skápnum sl. mánudag, 10. desember 2018.
Mel er sexfaldur sigurvegari á Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour, alltaf skammst. LET).
Hún sagði að ástæðan fyrir því að hún væri að koma út úr skápnum nú og staðfesta samkynhneigð sína væri hluti af stærra viðfangsefni, sem hún hefði nú fyrir höndum.
„Það hefir alltaf verið mikilvægt fyrir mig að berjast fyrir jafnrétti,“ sagði hin 31 ára gamla Mel í í Q & A viðtali við Athlete Ally.
Mel sagðist hafa komið út úr skápnum í von um að hennar saga myndi hjálpa öðrum samkynhneigðum og er nú samkynhneigður „sendiherra“ þ.e. boðsberi Athlete Ally, sbr.:
„Sharing my story in hopes it will help someone else share theirs. I’ve always believed in fighting for equality & I’m beyond excited to join the @AthleteAlly team. #BeBrave
Athlete Ally
✔
@AthleteAlly
„It’s important for me to always fight for equality.“ We’re incredibly honored to announce @LPGA golfer @melreidgolf as an Athlete Ally Pro Ambassador, and share her brave, inspiring coming out story. http://www.athleteally.org/mel-reid-comes-out-be-proud/ …“
Reid vakt m.a. athygli á sér fyrir US Women´s Open kvenrisamótið í Shoal Creek þegar hún mótmælti ójöfnuðinum sem eru á vinningstékkum leikmanna á bestu karlmótaröð heims PGA Tour og bestu kvenmótaröð heim LPGA Tour.
Í viðtalinu við Athlete Ally kom jafnframt fram að Mel teldi að samkynhneigð sín hefði kviknað á unglingsárunum og hún hefði fyrst orðið ástfanginn af konu þegar hún var orðinn atvinnumaður í golfi. Hún sagðist oft eiga í vandræðum með hvernig hún ætti að kynna kærustur sínar, það færi eftir aðstæðum hverju sinni.
„Ég geymdi kynhneigð mína sem leyndarmál í langan tíma, því ég taldi að það myndi hjálpa frama mínum og að ég fengi fleiri styrktaraðila.“
Eins sagðist Mel í viðtalinu ekki hafa komið út úr skápnum fyrr þar sem samkynhneigð væri enn ólögleg í sumum löndum þar sem hún keppti.
Loks sagði Mel: „En einhvern tímann tók ég eftir því að það er aðeins til eitt eintak af mér og maður á bara eitt líf. Maður ætti alltaf að vera besta útgáfan af sjálfum sér og vera stoltur yfir því sem maður er. Það gerist bara þegar maður er með rétta fólkið í kringum sig sem gera mann betri og að lokum hamingjusamari.“
Mel Reid hefir m.a. verið í Solheim Cup liði Evrópu.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
