Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2018 | 08:00

Fjölskyldan í fyrsta sæti hjá Darren Clarke

Áður en Darren Clarke sökkti lokapúttinu fyrir sigri á Opna breska 2011 á t Royal St. George sagðist hann hafa brosað og hugsað með sjálfum sér: „Mér tókst það loksins“.

Það tók hann aðeins lengur að átta sig á því fjölmörgu sem fylgir því að vera risamótssigurvegari; m.a. er innifalið boð á  PNC Father-Son Challenge sem fram fer í Ritz-Carlton Golf Club í Grande Lake Resort.

„Ég hugsaði ekkert um það þarna, en ég hef fylgst með keppninni í nokkur ár og ég var bara að bíða eftir okkar tækifæri,“ sagði Clarke.

Það sem Clarke á við er tækifæri fyrir son sinn Tyrone og sig að taka þátt í mótinu.

Tyrone er 20 ára, á 2. ári í „investment management “ í Lynn University í Boca Raton, Flórida og ætlar ekki að koma í veg fyrir fyrstu þátttöku „Team Clarke“ í þessu virta 36 holu móti. Hann er búinn að hafa mikið fyrir því að fá að fresta prófum sínum og fær að taka nokkur í gegnum tölvu.

Meðal annarra þekktra sem taka þátt í „Father and Son“ mótinu eru þekkt nöfn á borð við  Jack Nicklaus, Lee Trevino og Nick Faldo. Til þess að eiga þátttökurétt verður að annar aðila að hafa lyft einum af 4 verðlaunabikurum risamótanna eins og áður segir.

Mótið er heilmikið fjölskyldumót.

T.a.m flaug eiginkona Darren, Alison á mótsstað til þess að vera viðstödd frumraun feðgana ásamt yngri bróður Tyrone, Conor sem ætlar að vera kaddý eldri bróður síns þannig að fleiri fjölskyldumeðlimir Clarke fjölskyldunnar taka þátt.

Tyrone er með klassíska golfsveiflu svolítið líkur þeim gamla en einhvern veginn hærri og liðugri útgáfa af honum. Leikur hans einkennist af því að hann ólst upp í 2 mínútna fjarlægð frá hinum frábæra Royal Portrush velli og Tyrone er með 2 í forgjöf.

Þegar ég lít aftur í tímann þá tók ég Tyrone fyrst með mér á völlinn þegar hann var 2-3 ára og ég myndi ganga svo langt að segja að hann hafi erft golfgenin mín,“ sagði Darren Clarke.

Hann hefir í grunninn kennt mér  allt sem ég kann,“ sagði Tyrone. „Nú þegar ég er aðeins eldri hef ég líka farið til nokkurra lókal golfkennara.

Tyrone lýsir leik sínum sem „vinnu í vinnslu“. Hann spilar með golfliði Lynn University og var sigurvegari NCAA Division II national team championship síðasta keppnistímabil og hann getur ekki beðið eftir því að útskrifast en þá ætlar hann að sjá til hvort hann fetar í fótspor fræga pabba síns.

Ég slæ ekki mílu langt, en ég er með ansi gott stutt spil“ sagði Tyrone. „Ég hef lært öll þessi stuttu högg af pabba.“

Tyrone æfir 5-6 daga vikunnar með golfliðinu. „Ef ég væri ekki að bæta mig þá væri það skrítið“ sagði Tyrone loks.

Gaman að sjá hvernig þeim Clarke feðgum farnast í mótinu!