Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2018 | 12:00

Kisner: Allir hata Reed

Hér kemur ein frétt í „anda jólanna“.

Bandaríski kylfingurinn Kevin Kisner hefir nefnilega látið hafa eftir sér að samlandi hans og fyrrum skólafélagi í Georgia State, Patrick Reed, sé ekki beint vinsæll.

Reyndar segir hann beinlínis að hann sé hataður.

Reed kom sér m.a. illa í síðustu Ryder keppni þar sem hann sagði að Jordan Spieth væri illa við sig og að hann ætti ekki að vera á hliðarlínunni miðað við hvernig Spieth hefði gengið og reyndar náði hann ekki alveg hvernig væri að vera í liði.

En það virðist bara vera vaninn hjá Reed.

Í grein í Golf Digest segir m.a. frá því þegar hann var rekinn úr liði Georgia State eftir aðeins 1 keppnistímabil.

Orðrétt sagði fyrrum liðsfélagi hans Kevin Kisner um Reed:

They all hate him… any guys that were on the team with him (at Georgia) hate him and that’s the same way at Augusta. I don’t know that they’d piss on him if he was on fire, to tell you the truth.“

(Lausleg þýðing: Þeir hata hann allir…. allir sem voru í liði með honum (í Georgia) hata hann og það er það sama í Augusta. Í sannleika sagt veit ég ekki hvort þeir myndu míga á hann ef kveikt væri í honum.“)

Þetta eru harðneskuleg orð.

Davis Love III, sem var með Reed í mörgum liða sinna heldur að það sé bara keppnisskapið sem beri Reed ofurliði stundum, líkt og Tom Watson forðum daga, sbr.:

„I think Patrick is so competitive, like Tom (Watson), that sometimes he goes overboard, the wrong direction,“ revealed Love.