Kinga Korpak Afmæliskylfingur dagsins: Kinga Korpak ——– 9. desember 2018
Afmæliskylfingur dagsins er og Kinga Korpak. Kinga er fædd 9. desember 2003 og á því 15 ára afmæli í dag. Hún er þrátt fyrir ungan aldur einn af afrekskylfingum GS og hefir spilað og staðið sig framúrskarandi vel á Íslandsbankamótaröðinni s.l. sumar. Þannig var Kinga oft á sigurpalli þó hún hafi, eins og svo oft áður, verið að spila við sér miklu eldri stelpur.
Árið 2014 varð Kinga þannig Íslandsmeistari í holukeppni í sínum aldursflokki 14 ára og yngri stelpna. Hún sigraði einnig á 1. og 2. mótinu á Íslandsbankamótaröðinni það ár (2014) og tók m.a. í fyrsta sinn þátt í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ. Árið 2015, sigraði Kinga í 3 mótum Íslandsbankamótaraðarinnar því 1., 3. og 6. mótinu. Hún varð í 2. sæti á stigalista GSÍ í stelpuflokki 2015 – ekki orðin 12 ára!!!
Elsku Kinga, innilega til hamingju með daginn þinn!!!
Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru: Pauline «Polly» Whittier (fædd 9. desember 1876 – dáin 3. mars 1946); Oliver Tom Kite, 9. desember 1949 (69 ára); Þórhildur Freysdóttir, 9. desember 1954 (64 árs); Björn Steinn Sveinsson · 61 árs; Þórleif Lúthersdóttir · 58 ára; Bergur Konráðsson · 52 ára; Wil Besseling, 9. desember 1985 (33 ára); Anaïs Maggetti, frá Sviss, 9. desember 1990 (28 ára) ….. og ……
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
