Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Stephanie Meadow (5/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið.
Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour.
Byrjað verður að kynna 10 efstu á peningalista Symetra Tour og síðan 45 efstu og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og þær ásamt þeim 10 sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur verða því kynntar hér á næstu mánuðum.
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók þátt í lokaúrtökumóti LPGA en varð ekki meðal efstu 45 og náði því ekki að endurnýja kortið sitt og fastan keppnisrétt á LPGA næsta keppnistímabil.
Sú sem kynnt verður hér er stúlka sem varð í 6. sæti á peningalista Symetra Tour og er þannig komin með fullan spilarétt á LPGA. Þetta er Stephanie Meadow, en hún vann sér inn $70,617 í verðlaunafé í mótum Symetra Tour. Áður hafa, Kendall Dye (7. sæti), Charlotte Thomas (8. sæti), Isi Gabsa (9. sæti) og Dana Finkelstein (10. sæti) verið kynntar.
Stephanie Meadow fæddist 20. janúar 1992 og er því 26 ára. Hún er frá Norður-Írlandi (eins og aðrir frægir kylfingar 🙂 ).
Hún spilaði fyrir University of Alabama í bandaríska háskólagolfinu og sté sín fyrstu skref í golfatvinnumennskunni á risamóti þ.e. árið 2014 á U.S. Women’s Open í Pinehurst, þar sem hún náði 3. sætinu!
Sjá má afrek Meadow í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR:
Stephanie útskrifaðist úr háskóla 2014 með gráðu í endurskoðun.
Árið 2015 fékk Stephanie keppnisrétt í 2. deild bandarísks kvennagolfs, Symetra mótaröðinni og hefir spilað þar síðan. Það ár 2015 hlaut Stephanie Meadow líkaHeather Farr Player Award.
Hún tók þátt í Olympíuleikunum f.h. Írlands 2016.
Á 2018 keppnistímabilinu varð Meadow 13 sinnum meðal efstu 25 í mótum Symetra mótaraðarinnar og það sem vóg þyngst að hún náði 6. sæti peningalistans þar er að hún sigraði í einu móti þ.e. IOA Championship presented by Morongo Casino Resort and Spa í apríl 2018.
Meadow var með takmarkaðan spilarétt á LPGA 2017 og 2018 en er nú komin með fullan spilarétt á LPGA keppnistímabilið 2019!
Um það að vera komin aftur á LPGA sagði Meadow:
„Að spila á LPGA hefir alltaf verið draumur minn og að komast aftur á mótaröðina er frábært. Ég er tilbúin að leggja það sem ég hef lært sl. ár á Symetra Tour undir dóm og keppa gegn bestu kvenkylfingum heims. Ég er spennt fyrir því hvað framtíðin ber í skauti sér.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
