Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2018 | 08:00

Smith efstur í hálfleik Australian PGA

Það er heimamaðurinn Cameron Smith sem er efstur á Australian PGA Championship mótinu, en spilað er venju skv. á RACV Royal Pines, á Gullströndinni.

Smith er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum (70 65). Smith kom sér í efsta sætið með frábærum 2. hring upp á 7 undir pari, 65 höggum.  Hvort honum takist að halda þessu sæti er óvíst en margir góðir er á hæla honum.

Í 2. sæti og eru t.a.m. landar hans Marc Leishman og Jake McLeod, báðir á 8 undir pari.

Fjórða sætinu deila síðan enn aðrir 3 Ástralir: Jager, Papadatos og Wood allir á 7 undir pari.

Fyrsta „útlendinginn“ í mótinu má síðan sjá í 7. sæti en það er bandaríski kylfingurinn Harold Varner III, sem spilað hefir á 6 undir pari.

Sjá má stöðuna á Australian PGA Championship að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: