Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2018 | 11:00

Íslandsmótsfáni GSÍ afhentur með formlegum hætti

Helgi Bragason, formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja, afhenti Íslandsmótsfána GSÍ með formlegum hætti um s.l. helgi.

Íslandsmótið í golfi fór fram í Vestmannaeyjum í júlí 2018 en á næsta ári verður það haldið hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.

Árið 2018 var afmælisár hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja en klúbburinn, sem stofnaður var 4. desember 1938, fagnaði 80 ára afmæli í ár.

Golfklúbbur Vestmannaeyja er jafnframt 3. elsti starfandi golfklúbbur á Íslandi – aðeins Golfklúbbur Reykjavíkur (GR) (stofnaður 1934) og Golfklúbbur Akureyrar  (GA) (stofnaður 1935) eru eldri.

Björn Víglundsson, formaður GR, tók við Íslandsmótsfánanum á formannafundi GSÍ, sem fram fór í Gjánni í Grindavík.

Heimild: GSÍ

Mynd: seth@golf.is