Afmæliskylfingur dagsins: Louise Parks ——– 26. nóvember 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Louise Bruce Parks. Louise Parks fæddist 26. nóvember 1953 í Toronto, Kanada og hefði því orðið 65 ára í dag en hún lést fyrir 3 árum, 23. janúar 2015 úr krabbameini.
Louise bjó í San Diego og var vel þekkt meðal kylfinga á San Diego svæðinu. Hún var golfkennari í meir en 3 ártugi og sumir segja hana hafa verið svo miklu meira en golfkennara, meira lífskennara, en hún var einstaklega vel liðin vegna hlýrrar og góðrar nærveru.
Parks var á LPGA árin eftir 1972 eftir frábæran áhugamannsferil. Árin 1968 og 1970 var hún Junior World Champion og hún varð í 1. sæti 1970 á National Juniors og tilnefnd kylfingur ársins í San Diego árin 1968, 1970 og 1971.
Louise Parks lauk námi í Grossmont College.
Golf var af Bruce-ættinni en amma hennar var Margaret McGillvary Bruce, sem sigraði m.a. á Scottish Women’s Amateur Championship, árið 1924.
Parks kenndi í San Diego Golf Academy í yfir 10 ár en varð síðan golfþjálfari í bandaríska háskólgolfinu, þar sem hún þjálfaði bæði kven- og karlalið Cuyamaca College frá árinu 2000.
Á ferli sínum á LPGA vann Parks sér inn $106,299 og einn besti árangur hennar þar var 6. sætið á U.S. Women’s Open risamótinu árið 1980. Á því ári giftist hún Richard Parks og þau hjón áttu tvö börn, Elizabeth og Nelson.
Louise Parks á einnig tvær systur Patricia Watts og Arlene Gross, og einn bróður, Ian Bruce.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: John Samuel Inman, 26. nóvember 1962 (56 árs); Vince Covello, 26. nóvember 1982 (Spilar á PGA Tour – 36 ára); Christopher James (Chris) Wood; 26. nóvember 1987 (31 árs)
Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
